Leeds fór illa með Burnley

Rodrigo kemur Leeds í 3:0 í dag.
Rodrigo kemur Leeds í 3:0 í dag. AFP

Leeds vann öruggan 4:0-útisigur á Burnley í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Pólverjinn Mateusz Klich kom Leeds yfir á 44. mínútu með góðu skoti utan teigs, í annars nokkuð jöfnum fyrri hálfleik, og var staðan í leikhléi 1:0.

Leeds sýndi allar sínar bestu hliðar í seinni hálfleik og Jack Harrison bætti við öðru marki liðsins á 60. mínútu með skemmtilegri hælspyrnu. 

Spænski landsliðsmaðurinn Rodrigo kom inn á sem varamaður hjá Leeds á 58. mínútu og hann bætti við þriðja og fjórða marki Leeds á 77. og 79. mínútu eftir stoðsendingar frá Jack Harrison og þar við sat. 

Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði á bekknum hjá Burnley og kom inn á sem varamaður á 70. mínútu. 

Leeds er í tíunda sæti með 53 stig og Burnley í 15. sæti með 39 stig. 

Jóhann Berg Guðmundsson með boltann í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson með boltann í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert