Everton missteig sig

Daniel Jebbison fagnar sigurmarki sínu.
Daniel Jebbison fagnar sigurmarki sínu. AFP

Daniel Jebbison reyndist hetja Sheffield United þegar liðið heimsótti Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Goodison Park í Liverpool í dag.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Sheffield United en Jebbison skoraði sigurmark leiksins á 7. mínútu.

Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á varamannabekk Everton í leiknum en kom inn á í hálfleik.

Everton er með 56 stig í áttunda sæti deildarinnar, þremur stigum frá Evrópusæti, þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert