Bjarni Þór Viðarsson, Tómas Þór Þórðarson og Gylfi Einarsson ræddu um ótrúlegan 2:1-sigur Liverpool á WBA í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag í Vellinum á Símanum sport.
Alisson, markvörður Liverpool, skoraði sigurmarkið með glæsilegum skalla á fimmtu mínútu uppbótartímans.
Skömmu áður skoraði WBA mark sem var dæmt af, en ekki voru allir sammála um að sá dómur hafi verið réttur. Gylfi bendir á að öllum sé alveg sama eftir að markvörður skorar glæsilegt mark.
Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.