Magnað tímabil City (myndskeið)

Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hrökk Manchester City í gang svo um munaði og fór á ótrúlega sigurgöngu þar sem 15 deildarleikir í röð unnust.

Þessi magnaða sigurganga lagði grunn að fimmta úrvalsdeildartitli Man City og bjó svo um að í raun var engin titilbarátta, slíkt var forskot City.

Í meðfylgjandi myndskeiði í spilaranum hér að ofan er farið yfir magnað tímabil Man City sem endaði með verðskulduðum deildarmeistaratitli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert