Táningurinn Daniel Jebbison gleymir deginum í dag seint en hann skoraði sigurmark Sheffield United í 1:0-sigrinum á Everton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Jebbison er aðeins 17 ára gamall og var að leika sinn fyrsta leik í deildinni í byrjunarliði.
Markið og önnur tilþrif úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.