Mörkin: Bakvörðurinn ungi hetja Palace

Vinstri bakvörðurinn ungi, Tyrick Mitchell, reyndist hetja Crystal Palace þegar liðið vann góðan 3:2 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hinn 21 árs gamli Englendingur lagði upp fyrsta mark Palace og skoraði svo sigurmarkið á 84. mínútu, hans fyrsta mark á ferlinum.

Mörkin úr þessum bráðfjöruga leik, sem var sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport, má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert