Pierre-Emile Højbjerg, varnartengiliður Tottenham Hotspur sem er oftast ekki þekktur fyrir sóknartakta sína, lét vel til sín taka í sóknarleiknum í 2:0 sigri liðsins gegn Wolverhampton Wanderers í dag.
Undir lok fyrri hálfleiks átti hann frábæra stungusendingu inn á Harry Kane sem kláraði af sinni alkunnu snilld og eftir klukkutíma leik fylgdi hann skoti Gareth Bale eftir og kláraði af stuttu færi.
Mörkin og allt það helsta úr leiknum, sem var sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport, má sjá í spilaranum hér að ofan.