Stórkostlegt sigurmark markvarðarins (myndskeið)

Alisson Becker, markvörður Liverpool, var hetja liðsins í ótrúlegum 2:1-sigri á WBA á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Alisson gerði sér lítið fyrir og skoraði sigurmark Liverpool í uppbótartíma með mögnuðum skalla og fagnaði eðlilega vel og innilega með liðsfélögum sínum. 

Markið og önnur tilþrif úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert