Bournemouth skrefi nær úrvalsdeildinni

Arnaut Danjuma skoraði sigurmarkið.
Arnaut Danjuma skoraði sigurmarkið. Ljósmynd/Bournemouth

Bournemouth er skrefi nær því að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina í fótbolta eftir 1:0-heimasigur á Brentford í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspilsins í ensku B-deildinni.

Bournemouth féll úr deild þeirra á bestu á síðustu leiktíð á meðan Brentford tapaði í úrslitaleik umspilsins fyrir Fulham.

Arnaut Danjuma skoraði sigurmarkið á 55. mínútu og tryggði Bournemouth sigurinn. Sigurliðið úr einvíginu mætir annað hvort Swansea eða Barnsley í úrslitaleik á Wembley.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert