Hallar mikið á konurnar í Manchester

María Þórisdóttir í leik með Manchester United í vetur.
María Þórisdóttir í leik með Manchester United í vetur. Ljósmynd/@ManUtdWomen

Það stefnir í mikinn leikmannaflótta frá kvennaliði Manchester United í knattspyrnu en Casey Stone lét af störfum sem knattspyrnustýra félagsins á dögunum.

Stoney er ósátt með aðbúnaðinn og umgjörðina í kringum kvennaliðið en Sportsmail greinir frá því að æfingaaðstaða liðsins sé langt frá því að vera viðunandi.

Kvennaliðið æfði fyrst á leikvelli U23-ára liðs félagsins sem er ekki í góðu ásigkomulagi. Meiðslahættan þar var mikil og því var liðið fært á nýjan æfingavell.

Þangað er tíu mínútna gangur í næsta klósett og þá er lyftingarsalurinn fyrir kvennaliðið staðsettur í tjaldi á æfingasvæðionu. Þá stóð leikmönnum liðsins það ekki til boða að fara í sturtu milli æfinga í byrjun tímabilsins en þær hafa nú fengið sturtur í gámum við æfingavöllinn.

Margir leikmenn United hafa fengið sig fullsadda af þessari meðferð en nágrannar þeirra í Manchester City, sem leikmenn United vilja bera sig saman við, æfa á sama æfingasvæði og karlalið City og njóta sömu hlunninda á æfinasvæðinu og karlaliðið gerir.

Óvíst er hvað verður um kvennaliðið ef margir leikmenn ákveða að færa sig um set en félagið var stofnað árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert