Leeds fór langt með að tryggja sér tíunda sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að sigra Southampton á útivelli, 2:0, í dag.
Patrick Bamford kom Leeds yfir þegar 20 mínútur voru til leiksloka og Tyler Roberts gulltryggði sigurinn með marki á fimmtu mínútu í uppbótartíma.
Leeds er þá með 54 stig í tíunda sæti deildarinnar og á einn leik eftir, og gæti mögulega enn komist uppfyrir Everton og Arsenal og náð áttunda sætinu.