Hættir eftir tímabilið

Roy Hodgson lætur af störfum þegar samningur hans rennur út …
Roy Hodgson lætur af störfum þegar samningur hans rennur út í sumar. AFP

Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Crystal Palace, mun láta af störfum hjá félaginu eftir tímabilið. Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Hodgson hefur stýrt liði Crystal Palace frá árinu 2017 en liðið er með 44 stig í þrettánda sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu.

Stjórinn er orðinn 73 ára gamall en Frank Lampard, fyrrverandi stjóri Derby og Chelsea, þykir líklegastur til þess að taka við Crystal Palace af Hodgson.

Óvíst er hvað tekur við hjá Hodgson, sem hefur stýrt stórliðum á borð við Inter Mílanó, Liverpool og enska landsliðinu á þjálfaraferlinum, en enskir fjölmiðlar telja líklegast að hann muni setjast í helgan stein.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert