Patrick Bamford skoraði laglegt mark fyrir Leeds þegar liðið heimsótti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Staðan að loknum fyrri hálfleik var markalaus en Bamford kom Leeds yfir á 73. mínútu þegar hann laumaði boltanum á milli fóta Alex McCarthy af stuttu færi úr teignum.
Tyler Roberts innsiglaði svo sigur Leeds með marki í uppbótartíma og lokatölur því 2:0 fyrir Leeds í Southampton.
Leikur Southampton og Leeds var sýndur beint á Símanum Sport.