Arsenal skoraði tvö í lokin

Nicolas Pépé skoraði tvö í kvöld.
Nicolas Pépé skoraði tvö í kvöld. AFP

Evrópudraumar Arsenal eru enn á lífi eftir 3:1-sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Arsenal skoraði tvö mörk í blálokin og tryggði sér sigurinn.

Nicolas Pépé kom Arsenal yfir á 35. mínútu með eina marki fyrri hálfleiks en Christian Benteke jafnaði á 62. mínútu með sínu fjórða marki í jafnmörgum leikjum.

Staðan var 1:1 allt fram að fyrstu mínútu í uppbótartíma er varamaðurinn Gabriel Martinelli skoraði og nokkrum augnablikum síðar skoraði Pépé sitt annað mark og þriðja mark Arsenal og þar við sat.

Arsenal er í níunda sæti deildarinnar með 58 stig og enn í baráttunni um Evrópusæti. Crystal Palace er í 13. sæti með 44 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert