Brasilískur táningur til City

Pep Guardiola er knattspyrnustjóri Manchester City.
Pep Guardiola er knattspyrnustjóri Manchester City. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester City hefur gert samning við hinn 18 ára gamla Metinho. Strákurinn ungi kemur til enska félagsins frá Fluminense.

Metinho er annar leikmaðurinn sem City kaupir frá brasilíska félaginu á skömmum tíma en félagið festi kaup á Kayky í síðasta mánuði.

City greiðir um 5 milljónir punda fyrir Metinho og lánar hann til Troyes í frönsku B-deildinni fyrst um sinn, en eigendur City eiga einnig franska félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert