Knattspyrnumaðurinn Wes Morgan hefur gefið það út að hann muni leggja skóna á hilluna eftir leiktíðina. Morgan, sem er 37 ára, hefur leikið með Leicester frá árinu 2012 og var fyrirliði liðsins sem var óvænt enskur meistari árið 2016.
Morgan lék með Nottingham Forest fyrstu tíu ár ferilsins en hefur alla tíð síðan leikið með Leicester, alls 277 deildarleiki þar sem hann hefur skorað 11 mörk. Þá lék hann 30 leiki með landsliði Jamaíku frá 2013 til 2016.
Hlutverk varnarmannsins hjá Leicester hefur minnkað á undanförnum árum og lék hann aðeins ellefu leiki í deildinni á síðustu leiktíð og þrjá til þessa á yfirstandandi leiktíð.