Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, verður ekki með liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta næstkomandi fimmtudag vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.
Maguire meiddist ökkla í leiknum og Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, segir Maguire ekki kláran í tæka tíð.
„Hann er byrjaður að labba en það er eitthvað í að hann fari að hlaupa, svo ég held hann verði ekki með okkur í úrslitaleiknum. Þetta tekur allt tíma,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi í dag.