Kane: Draumur að spila með De Bruyne

Harry Kane vill yfirgefa Tottenham.
Harry Kane vill yfirgefa Tottenham. AFP

Harry Kane, framherji Tottenham og fyrirliði enska landsliðsins í fótbolta, segir það draum að spila með leikmanni eins og Kevin De Bruyne, miðjumanni Manchester City.

Kane vill yfirgefa Tottenham eftir leiktíðina og hefur hann verið orðaður við félög eins og Manchester City.

„Þegar ég horfi á De Bruyne spila er auðvelt að sjá að hann er sérstakur. Sendingarnar hans eru draumur hvers sóknarmanns. Hann er magnaður leikmaður,“ sagði Kane við Gary Neville á Sky.

Kane bætti við að ekki væri á stefnuskránni að spila erlendis í náinni framtíð. „Það er alltaf möguleiki að það gerist einn daginn en það verður ekki á næstunni,“ sagði Kane.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert