Stjóri Wolves á förum

Nuno Espirito Santo yfirgefur Wolves eftir leiktíðina.
Nuno Espirito Santo yfirgefur Wolves eftir leiktíðina. AFP

Portúgalski knattspyrnustjórinn Nuno Espirito Santo og enska félagið Wolves hafa komist að samkomulagi um starfslok eftir þetta tímabil. Espirito Santo stýrir liðinu í síðasta sinn gegn Manchester United á heimavelli á sunnudaginn kemur.

Espirito Santo tók við Wolves árið 2017 og fór með liðið upp úr B-deildinni og upp í ensku úrvalsdeildina. Undir hans stjórn endaði Wolves í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018/19 og tryggði sér fyrir vikið sæti í Evrópukeppni í fyrsta sinn frá árinu 1980.

Ekki hefur gengið eins vel síðustu tvö tímabil og er liðið sem stendur í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert