Vill fara frá Liverpool í sumar

Naby Keita í leik með Liverpool.
Naby Keita í leik með Liverpool. AFP

Naby Keita, miðjumaður enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Li­verpool, vill róa á önnur mið í sumar en hann hefur ekki átt fast sæti í Liverpool síðan hann gekk til liðs við félagið árið 2018.

Miðjumaðurinn hefur verið orðaður við brottför frá Liverpool í nokkurn tíma en hann hefur verið afar óhepp­inn með meiðsli á tíma sín­um á Englandi. Samkvæmt spænska miðlinum AS hefur umboðsmaður leikmannsins sett sig í samband við spænska stórliðið Atlético Madríd en búist er við því að miðjumennirnir Lucas Torreira og Saúl gætu yfirgefið félagið í sumar. Þá myndu forráðamenn félagsins skoða Keita sem staðgengil annars þeirra.

Keita hef­ur skorað sjö mörk í 76 leikj­um fyr­ir fé­lagið í öll­um keppn­um og er Liverpool sagt tilbúið að selja leikmanninn fyrir um 40 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert