Harry Kane tryggði sér gullskó ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er hann skoraði fyrsta mark Tottenham í 4:2-sigrinum á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Kane skoraði 23 mörk á tímabilinu, einu meira en Mo Salah.
Kane vann gullboltann tímabilin 2015/16 og 2016/17 og er því markahæsti leikmaður deildarinnar í þriðja sinn. Kane var einnig með flestar stoðsendingar allra í deildinni eða 14. Þar á eftir kom Bruno Fernandes með 12.
Framherjinn, sem er landsliðsfyrirliði Englands, hefur tjáð félaginu að hann vilji yfirgefa það eftir leiktíðina og hefur hann verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City.