Kane markahæstur í þriðja skipti

Harry Kane fagnar marki sínu í dag.
Harry Kane fagnar marki sínu í dag. AFP

Harry Kane tryggði sér gullskó ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er hann skoraði fyrsta mark Tottenham í 4:2-sigrinum á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Kane skoraði 23 mörk á tímabilinu, einu meira en Mo Salah. 

Kane vann gullboltann tímabilin 2015/16 og 2016/17 og er því markahæsti leikmaður deildarinnar í þriðja sinn. Kane var einnig með flestar stoðsendingar allra í deildinni eða 14. Þar á eftir kom Bruno Fernandes með 12. 

Framherjinn, sem er landsliðsfyrirliði Englands, hefur tjáð félaginu að hann vilji yfirgefa það eftir leiktíðina og hefur hann verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert