Chelsea og Liverpool leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en Leicester þarf að gera sér að góðu að leika í Evrópudeildinni. Þetta kom í ljós eftir magnaða lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.
Liverpool vann góðan 2:0-sigur á Crystal Palace á heimavelli og tryggði sér þriðja sætið í leiðinni. Sadio Mané skoraði bæði mörk Liverpool sem endar með 69 stig.
Þrátt fyrir að Chelsea hafi tapað á útivelli gegn Aston Villa, 1:2, endar Chelsea í fjórða sæti með 67 stig þar sem Leicester tapaði á heimavelli fyrir Tottenham, 2:4. Leicester þarf því annað tímabilið í röð að sætta sig við sæti í Evrópudeildinni eftir að hafa verið stærstan hluta tímabilsins í Meistaradeildarsæti.
Tottenham tryggði sér sjöunda sæti með sigrinum og sæti í nýrri Evrópukeppni sem er einu þrepi neðar en Evrópudeildin.
Það var veisla í Manchester þar sem Manchester City valtaði yfir Everton. Sergio Agüero skoraði tvö mörk fyrir City en Gylfi Þór Sigurðsson brenndi af á vítapunktinum hjá Everton.
Lokatölur:
Liverpool - Crystal Palace 2:0
Mané 36., 74.
Leicester - Tottenham 2:4
Vardy 18., 52. - Kane 41., sjálfsmark 76., Bale 86. 90.
Aston Villa - Chelsea 2:1
Traoré 43., El Ghazi 52. - Chilwell 70.
Arsenal - Brighton 2:0
Pépé 49., 60.
Manchester City - Everton 5:0
De Bruyne 11., Jesus 14., Foden 53. Agüero 71. 76.
Sheffield United - Burnley 1:0
McGoldrick 24.
Wolves - Manchester United 1:2
Semedo 39 - Elanga 13. Mata 45.
Fulham - Newcastle 0:2
Willock 23., Schär 88.
Leeds - WBA 3:1
Rodrigo 17., Phillips 42. Bamford 79. - Robson-Kanu 90.
West Ham- Southampton 3:0
Fornals 30., 33., Rice 86.