West Ham gulltryggði sér sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð með öruggum 3:0-sigri á Southampton á heimavelli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.
Pablo Fornals skoraði tvö mörk og Declan Rice eitt í sannfærandi sigri.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.