Rodrigo, Kalvin Phillips og Patrick Bamford gerðu mörk Leeds í öruggum 3:1-sigri á WBA á heimavelli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.
Liðin komu saman upp úr B-deildinni fyrir leiktíðina en lítið hefur gengið hjá WBA sem er fallið á meðan Leeds endar í efri hluta deildarinnar eftir aðeins eitt tap í síðustu ellefu leikjum tímabilsins.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.