Mörkin: Martröð hjá Gylfa gegn meisturunum

Gylfi Þór Sigurðsson og liðsfélagar hans hjá Everton fengu 5:0-skell á móti meisturum Manchester City á útivelli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 

Dagurinn var sérstaklega slæmur fyrir Gylfa því hann brenndi einnig af vítaspyrnu í stóru tapi.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert