Mörkin: Pépé gekk frá Brighton

Nicolas Pépé var hetja Arsenal í 2:0-sigrinum á Brighton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 

Þrátt fyrir sigurinn leikur Arsenal ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð þar sem liðið endar í áttunda sæti. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert