Chelsea leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð þrátt fyrir 1:2-tap á útivelli gegn Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.
Aston Villa komst í 2:0 áður en Ben Chilwell minnkaði muninn fyrir Chelsea. César Azpilicueta fékk síðan beint rautt spjald hjá Chelsea í lok leiks, en það kom ekki að sök þar sem Leicester tapaði á móti Tottenham.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.