Rekinn frá Arsenal eftir 30 ár hjá félaginu

Steve Bould var aðstoðarþjálfari Arsene Wenger um árabil.
Steve Bould var aðstoðarþjálfari Arsene Wenger um árabil. AFP

Knattspyrnuþjálfarinn Steve Bould hefur verið rekinn frá enska félaginu Arsenal eftir 30 ár í starfi.

Bould, sem er orðinn 58 ára, var leikmaður Lundúnaliðsins í tíu ár en hefur svo sinnt margs konar þjálfarastörfum hjá Arsenal frá árinu 2000. Hann þjálfaði U18 ára lið félagsins sem varð bæði deildar- og bikarmeistari á árunum 2008 til 2010 og gerðist svo aðstoðarþjálfari Arsene Wenger frá 2012 til 2019.

Þá tók hann við þjálfun U23 ára liðs Arsenal þangað til nú en það er Sky Sports sem segir frá því að Bould hafi verið látinn fara frá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert