David McGoldrick skoraði sigurmark Sheffield United í 1:0-sigrinum á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Sigurinn dugar skammt fyrir Sheffield-liðið sem er fallið úr deildinni. Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 89 mínúturnar með Burnley.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.