Dagný Brynjarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu verður áfram hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham á næstu leiktíð en gekk hún gekk til liðs við Lundúnaliðið í janúar.
Íslenska landsliðskonan hjálpaði West Ham að halda sér í úrvalsdeildinni en hún spilaði níu deildarleiki fyrir liðið sem endaði í 9. sæti af 12. Á heimasíðu félagsins má sjá hvaða leikmenn eru samningsbundnir á næstu leiktíð og er Dagný þeirra á meðal enda skrifaði hún undir átján mánaða samning.
Átta leikmenn eru hins vegar að renna út á samning og á förum frá félaginu.