Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur verið valinn þjálfari ársins af samtökum þjálfara á Englandi eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni.
City vann deildina með miklum yfirburðum, liðið endaði með 86 stig, tólf stigum á undan nágrönnunum í Manchester United og 17 stigum á undan fráfarandi meistaraliði Liverpool.
Spánverjinn hefur gert City að enskum meisturum þrisvar á síðustu fjórum tímabilum og þá hefur liðið unnið enska deildabikarinn fjórum sinnum í röð. Næsta laugardag mætir City svo Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.