Í Vellinum á Símanum Sport í gær fengu Gylfi Einarsson og Bjarni Þór Viðarsson það verðuga verkefni að velja úrvalslið ensku úrvalsdeildarinnar fyrir tímabilið sem lauk í gær.
Sparkspekingarnir tveir voru sammála um ýmislegt en eins og gengur og gerist ósammála um annað í vali sínu.
Í spilaranum hér að ofan má sjá Gylfa og Bjarna Þór fara yfir úrvalslið sín og ræða um þau en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.