Mikil stemning var á Etihad-leikvanginum í Manchester í gær þegar Manchester City tók við enska meistarabikarnum í knattspyrnu eftir stórsigur á Everton í lokaumferðinni.
City var fyrir nokkru búið að tryggja sér meistaratitilinn og endaði 12 stigum fyrir ofan granna sína í Manchester United og 17 stigum á undan fráfarandi meisturum Liverpool. Tíu þúsund áhorfendur fengu að mæta á völlinn og sjá liðið taka við bikarnum í leikslok.
Þetta er sjöundi meistaratitill Manchester City sem áður vann hann árin 1937, 1968, 2012, 2014, 2018 og 2019.