Mikið um dýrðir í Manchester

Fernandinho fyrirliði Manchester City lyfti meistarabikarnum við góðar undirtektir á …
Fernandinho fyrirliði Manchester City lyfti meistarabikarnum við góðar undirtektir á Etihad-leikvanginum. AFP

Mikil stemning var á Etihad-leikvanginum í Manchester í gær þegar Manchester City tók við enska meistarabikarnum í knattspyrnu eftir stórsigur á Everton í lokaumferðinni.

City var fyrir nokkru búið að tryggja sér meistaratitilinn og endaði 12 stigum fyrir ofan granna sína í Manchester United og 17 stigum á undan fráfarandi meisturum Liverpool. Tíu þúsund áhorfendur fengu að mæta á völlinn og sjá liðið taka við bikarnum í leikslok.

Þetta er sjöundi meistaratitill Manchester City sem áður vann hann árin 1937, 1968, 2012, 2014, 2018 og 2019.

Sergio Agüero lék kveðjuleik sinn með City og skoraði tvö …
Sergio Agüero lék kveðjuleik sinn með City og skoraði tvö mörk og var tolleraður af liðsfélögum sínum. AFP
Pep Guardiola knattspyrnustjóri City ásamt nokkrum úr starfsliði sínu.
Pep Guardiola knattspyrnustjóri City ásamt nokkrum úr starfsliði sínu. AFP
Að vanda var mikil flugeldasýning þegar bikarinn fór á loft.
Að vanda var mikil flugeldasýning þegar bikarinn fór á loft. AFP
Góð stemning í hópi meistaranna.
Góð stemning í hópi meistaranna. AFP
Phil Foden var að margra mati einn besti leikmaður deildarinnar …
Phil Foden var að margra mati einn besti leikmaður deildarinnar á tímabilinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert