Solskjær sektaði sjálfan sig

Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, sektaði sjálfan sig á blaðamannafundi í dag eftir að síminn hans hringdi tvisvar meðan á fundinum stóð.

Norðmaðurinn var að ræða við blaðamenn fyrir úrslitaleik United gegn spænska liðinu Villarreal í Evrópudeildinni sem fram fer á miðvikudaginn. Þegar einn blaðamaður var að tala hringdi síminn. Solskjær slökkti strax á hringingunni en örfáum sekúndum síðar hringdi aftur.

„Afsakið, þetta er mér að kenna,“ sagði Solskjær og hló vandræðalega með sjálfum sér. „Já, þetta er sekt, ég tek þetta á mig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert