Úlfarnir með nýjan stjóra í sigtinu

Nuno Espirito Santo þakkar stuðningsmönnum Wolves fyrir sig eftir síðasta …
Nuno Espirito Santo þakkar stuðningsmönnum Wolves fyrir sig eftir síðasta leik liðsins undir hans stjórn. AFP

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Wolves hafa fundið arftaka Nuno Espirito Santo en Portúgalinn lét af störfum sem knattspyrnustjóri liðsins eftir lokaumferð tímabilsins í gær.

Það er íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano sem greinir frá því að úlfarnir eru í viðræðum við Bruno Lage sem einnig er frá Portúgal en sá þjálfaði síðast lið Benfica í heimalandinu.

Espi­rito Santo tók við Wol­ves árið 2017 og fór með liðið upp úr B-deild­inni og upp í ensku úr­vals­deild­ina. Und­ir hans stjórn endaði Wol­ves í sjö­unda sæti úr­vals­deild­ar­inn­ar tíma­bilið 2018/​19 og tryggði sér fyr­ir vikið sæti í Evr­ópu­keppni í fyrsta sinn frá ár­inu 1980. Ekki gekk eins vel síðustu tvö tíma­bil og endaði liðið í 13. sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar með 45 stig.

Lage er 45 ára og hefur áður starfað á Englandi en hann var aðstoðarþjálfari hjá Sheffield Wednesday frá 2015 til 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert