Fyrstu kaup Liverpool í sumar

Ibrahima Konaté í leik með RB Leipzig í apríl.
Ibrahima Konaté í leik með RB Leipzig í apríl. AFP

Franski knattspyrnumaðurinn Ibrahima Konaté verður fyrsti leikmaðurinn sem Liverpool kaupir í sumar. Það er James Pearce, blaðamaður hjá The Athletic, sem greinir frá þessu.

Konaté, sem er einungis 22 ára gamall, er miðvörður sem hefur leikið með RB Leipzig í þýsku 1. deildinni frá árinu 2017.

Liverpool borgar rúmlega 30 milljónir punda fyrir varnarmanninn sem byrjaði einungis átta leiki í þýsku 1. deildinni á síðustu leiktíð.

Hann meiddist á ökkla í desember og var frá í nokkra mánuði en RB Leipzig hafnaði í öðru sæti þýsku deildarinnar, 13 stigum á eftir toppliði Bayern München.

Þá greinir James Pearce einnig frá því að tyrkneska varnarmanninum Ozan Kabak verði ekki boðinn áframhaldandi samningur á Anfield en Kabak lék með Liverpool á láni frá Schalke, seinni hluta tímabilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert