Gary Neville, knattpyrnusérfræðingur hjá Sky Sports og fyrrverandi fyrirliði Manchester United, trúðu varla sínum eigin augum þegar hann sá lokastöðu ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.
Gengi Liverpool eftir áramót var ekki gott og liðið tapaði til að mynda sex heimaleikjum í röð frá 21. janúar til 7. mars.
Liðið átti hins vegar ótrúlegan lokasprett, vann síðustu átta leiki sína og gerði tvö jafntefli, og tókst þannig að enda í þriðja sæti deildarinnar.
„Endaði Liverpool í alvöru í þriðja sæti?“ sagði Neville í beinni útsendingu hjá Sky Sports um helgina.
„Hvernig tókst þeim þetta? Að missa Virgil van Dijk hafði gríðarlega áhrif á Liverpool og City líka því eftir meiðsli van Dijk vissu City-menn að þetta væri í þeirra höndum.
Það var enginn með nægilega góðan hóp til að keppa við þá og það að koma til baka eftir sex töp á heimavelli í röð segir manni ýmislegt um Liverpool.
Þeir eiga skilið alvöru hrós fyrir að ná Meistaradeildarsæti og enda í þriðja sæti deildarinnar,“ bætti Neville við.