Jürgen tilbúinn að taka við Tottenham

Jürgen Klinsmann stýrði síðast liði Herthu Berlín í Þýskalandi.
Jürgen Klinsmann stýrði síðast liði Herthu Berlín í Þýskalandi. AFP

Þjóðverjinn Jürgen Klinsmann er tilbúinn að taka við enska knattspyrnufélaginu Tottenham. Það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

Klinsmann, sem lék með Tottenaham í tvö tímabil, 2014-15 og svo aftur frá 1997-98, stýrði síðast liði Herthu Berlín í þýsku 1. deildinni en lét af störfum sumarið 2020.

Hann hefur einnig þjálfað þýska landsliðið, Bayern München og bandaríska landsliðið á ferlinum en hann er 56 ára gamall.

„Tímabilið hjá Tottenham hefur verið hálfgerð rússíbanareið,“ sagði Klinsmann í samtali við Sky Sports.

„Þeir byrjuðu frábærlega en svo fór að halla undan fæti. Stuðningsmenn Spurs vilja sjá skemmtilegan fótbolta. Þeir vilja frekar tapa 3:4 en vinna 1:0. Þetta er félag sem vill skora mörk.

„Daniel Levy er með símanúmerið mitt og hann má hringja í mig hvenær sem er. Að taka við Tottenham er eitthvað sem allir knattspyrnustjórar myndu íhuga gaumgæfilega og ég er tilbúinn,“ bætti Klinsmann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert