Enska knattspyrnufélagið Leicester City hefur áhuga á að fá bakvörðinn Ryan Bertrand í sínar raðir en hann er nú án félags eftir að samningur hans við Southampton rann út nýliðna leiktíð.
Bertrand er þó ekki eini bakvörðurinn sem enska félagið fylgist með því Robin Gosens hjá Atalanta og Nuno Mendes hjá Sporting eru einnig undir smásjá Leicester.
Christian Fuchs er farinn frá Leicester og vill félagið því bæta við sig öðrum vinstri bakverði. Bertrand hefur leikið 19 landsleiki fyrir England og verið hjá Southampton frá árinu 2014.
Leicester missti naumlega af sæti í Meistaradeild Evrópu, annað tímabilið í röð, og leikur því í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.