Solskjær að fá nýjan samning

Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær AFP

Ole Gunnar Solskjær mun fá nýjan þriggja ára samning hjá Manchester United en hann tók við sem knattspyrnustjóri liðsins árið 2018 af José Mourinho.

Telegraph greinir frá því að eigendur United séu ánægðir með störf Solskjær, þrátt fyrir að hann hafi enn ekki unnið titil sem stjóri liðsins.

United hafnaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og fór í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, þar sem liðið tapaði fyrir Villarreal frá Spáni í vítakeppni í gærkvöldi.

Undir stjórn Norðmannsins fékk United 66 stig á síðustu leiktíð og 74 stig á þessari leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert