Þetta var ekki gott tímabil

Ole Gunnar Solskjær var svekktur eftir tap sinna manna í …
Ole Gunnar Solskjær var svekktur eftir tap sinna manna í Evrópudeildinni í gær. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, er ekki sáttur við árangur liðsins á tímabilinu, þrátt fyrir að liðið hafi endað í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og öðru sæti Evrópudeildarinnar.

United tapaði í vítakeppni fyrir Villarreal í úrslitum Evrópudeildarinnar í Gdansk í Póllandi í gær eftir að David de Gea brenndi af elleftu vítaspyrnu United-manna í bráðabana.

Þá endaði United með 74 stig í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, 8 stigum minna en topplið Manchester City.

„Þetta var ekki gott tímabil,“ sagði Solskjær í samtali við BBC eftir tapið í úrslitaleiknum í gær.

„Það eru smáatriðin sem skipta máli í fótbolta og stundum getur ein vítaspyrna skorið úr um það hvort tímabilið hafi verið gott eða slæmt.

Við bættum okkur frá síðustu leiktíð og höfnuðum í öðru sæti en því miður tókst okkur ekki að landa sigri í Evrópudeildinni.

Ef við hefðum unnið vítakeppnina og Evrópudeildina væri svarið mitt á þá leið að þetta hefði verið gott tímabil.

Við erum hins vegar titlalausir og það er því rétt að segja að tímabilið hafi ekki verið nægilega gott,“ bætti Solskjær við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert