Þurfum tvo til þrjá nýja leikmenn

Ole Gunnar Solskjær ætlar að styrkja leikmannahóp sinn í sumar.
Ole Gunnar Solskjær ætlar að styrkja leikmannahóp sinn í sumar. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar að styrkja hópinn hjá sér í sumar en þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi eftir tap United gegn Villarreal í úrslitum Evrópudeildarinnar í Gdansk í Póllandi í gær.

United endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýliðnu keppnistímili en liðið hefur ekki unnið stóran bikar í fjögur ár og er það farið að sitja í stuðningsmönnum liðsins.

„Við erum á réttri leið en við þurfum að halda áfram að bæta okkur sem lið,“ sagði Solskjær.

„Við þurfum tvo til þrjá leikmenn í viðbót til þess að styrkja hópinn því við þurfum sterkari hóp til þess að ná árangri og vinna bikara.

Ég geri fastlega ráð fyrir því að andstæðingar okkar á Englandi muni styrkja sig í sumar og við þurfum því að vera á tánum líka,“ bætti Norðmaðurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert