Englandsmeistarar Mancehster City í knattspyrnu vilja kaupa enska landsliðsmanninn Jack Grealish í sumar. Það er Sportsmail sem greinir frá þessu.
Grealish er fyrirliði Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni en Sportsmail greinir frá því að City sé tilbúið að borga 100 milljónir punda fyrir enska sóknarmanninn.
Grealish hefur reglulega verið orðaður við stærstu lið Englands en hann er samningsbundinn Aston Villa til sumarsins 2025.
Sóknarmaðurinn, sem er 25 ára gamall, á að baki 213 leiki fyrir Aston Villa þar sem hann hefur skorað 32 mörk og lagt upp önnur 43.
Hann lék 26 leiki með Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar sem hann skoraði sx mörk og lagði upp önnur tíu.