Chelsea fagnaði fjórtánda Evrópumeistaratitli Englands - myndir

Í nágrenni Stamford Bridge, heimavallar Chelsea í Fulham-hverfinu í Vestur-London …
Í nágrenni Stamford Bridge, heimavallar Chelsea í Fulham-hverfinu í Vestur-London brutust út gríðarleg fagnaðarlæti eftir að Chelsea skellti Manchester City í úrslitaleiknum í Porto. AFP

Chelsea vann í gærkvöld fjórtánda Evrópumeistaratitil enskra félagsliða í knattspyrnu í karlaflokki á 54 árum, eða frá því Manchester United lyfti Evrópubikarnum fyrst enskra liða árið 1968.

Af þessum fjórtán titlum hefur Liverpool unnið sex, Manchester United þrjá, Nottingham Forest tvo, Chelsea tvo og Aston Villa einn. Til viðbótar hafa Leeds, Arsenal, Tottenham og nú Manchester City leikið til úrslita um Evrópumeistaratitilinn en orðið að láta sér nægja silfurverðlaunin.

Leikmenn og stuðningsmenn Chelsea fögnuðu að vonum gríðarlega á Drekavöllum í Porto, sem og í miðborg Porto og í Vestur-London, eftir sigurinn á Manchester City eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Í miðborg Porto fögnuðu stuðningsmenn Chelsea með uppblásna útgáfu af …
Í miðborg Porto fögnuðu stuðningsmenn Chelsea með uppblásna útgáfu af Evrópumeistarabikarnum. AFP
Edouard Mendy er fyrsti afríski markvörðurinn sem verður Evrópumeistari í …
Edouard Mendy er fyrsti afríski markvörðurinn sem verður Evrópumeistari í fótbolta og hann lyfti bikarnum fyrir framan félaga sína á Drekavöllum. AFP
Cesar Azpilicueta sýndi sex þúsund stuðningsmönnum Chelsea á vellinum í …
Cesar Azpilicueta sýndi sex þúsund stuðningsmönnum Chelsea á vellinum í Porto Evrópubikarinn. AFP
Varnarmaðurinn Antonio Rüdiger faðmaði stuðningsmenn Chelsea á vellinum eftir leikinn.
Varnarmaðurinn Antonio Rüdiger faðmaði stuðningsmenn Chelsea á vellinum eftir leikinn. AFP
Thomas Tuchel knattspyrnustjóri Chelsea smellti kossi á Evrópubikarinn.
Thomas Tuchel knattspyrnustjóri Chelsea smellti kossi á Evrópubikarinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka