Daníel og félagar upp um deild á Englandi

Daníel Leó Grétarsson varnarmaður Blackpool.
Daníel Leó Grétarsson varnarmaður Blackpool. AFP

Enska knattspyrnufélagið Blackpool er á leiðinni í B-deildina eftir 2:1-sigur á Lincoln á Wembley í úrslitaleik liðanna í umspili C-deildarinnar í dag.

Grindvíkingurinn Daní­el Leó Grét­ars­son var ekki með Blackpool í dag en hann fór úr axlarlið í síðasta mánuði og hefur verið frá síðan. Daní­el kom til Blackpool í vet­ur frá Aalesund í Nor­egi. Hann missti af sex­tán leikj­um í röð eft­ir að hafa meiðst um jól­in en hafði spilað fimm af síðustu sjö leikj­um Blackpool í deild­inni og sam­tals tólf leiki á tíma­bil­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka