Jón Daði sagður til sölu

Jón Daði Böðvarsson gæti fært sig um set fyrir næstu …
Jón Daði Böðvarsson gæti fært sig um set fyrir næstu leiktíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enska knattspyrnufélagið Millwall hefur áhuga á að selja Jón Daða Böðvarsson frá félaginu. Selfyssingurinn hefur verið í tvö tímabil hjá Lundúnafélaginu.

South London News greinir frá því að Jón Daði, sem á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið, sé falur fyrir rétt verð en hann kom til Millwall frá Reading eftir að hafa leikið með Wolves þar á undan.

Jón Daði skoraði aðeins eitt mark í 38 deildarleikjum með Millwall í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð og var aðeins þrettán sinnum í byrjunarliði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert