Jökull á leið í ensku C-deildina

Jökull Andrésson markvörður á æfingu með íslenska 21-árs landsliðinu.
Jökull Andrésson markvörður á æfingu með íslenska 21-árs landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jökull Andrésson, markvörður hjá enska B-deildarfélaginu Reading, er líklega á leið til C-deildarliðsins Morecambe.

Reading tilkynnti í  dag að Jökull væri farinn til æfinga hjá Morecambe og hefði verið gefið leyfi til að spila æfingaleik með liðinu í kvöld og aftur á laugardaginn.

Jökull, sem er 19 ára gamall, kannast vel við sig hjá Morecambe en hann lék tvo leiki sem lánsmaður með liðinu í D-deildinni síðasta vetur. Hann var hinsvegar stærstan hluta þess tímabils í láni hjá Exeter City í sömu deild, lék þar 31 leik og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína.

Morecambe hafnaði í fjórða sæti D-deildarinnar en vann síðan umspilið í  vor og leikur í fyrsta skipti í C-deild á komandi keppnistímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert