Jökull Andrésson, markvörður hjá enska B-deildarfélaginu Reading, er líklega á leið til C-deildarliðsins Morecambe.
Reading tilkynnti í dag að Jökull væri farinn til æfinga hjá Morecambe og hefði verið gefið leyfi til að spila æfingaleik með liðinu í kvöld og aftur á laugardaginn.
Jökull, sem er 19 ára gamall, kannast vel við sig hjá Morecambe en hann lék tvo leiki sem lánsmaður með liðinu í D-deildinni síðasta vetur. Hann var hinsvegar stærstan hluta þess tímabils í láni hjá Exeter City í sömu deild, lék þar 31 leik og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína.
Morecambe hafnaði í fjórða sæti D-deildarinnar en vann síðan umspilið í vor og leikur í fyrsta skipti í C-deild á komandi keppnistímabili.
Royals goalkeeper Jokull Andresson is currently training with League One newcomers Morecambe 🇮🇸
— Reading FC (@ReadingFC) July 13, 2021
He has been given permission to feature in pre-season friendlies for @ShrimpsOfficial against Workington this evening and Chorley on Saturday.
Good luck @JokullAndresson 👍 pic.twitter.com/gofk49wxdT