Morecambe hafði betur gegn Shrewsbury, 2:0, á heimavelli í ensku C-deildinni í fótbolta í dag.
Jökull Andrésson stóð á milli stanganna hjá Morecambe í fyrsta skipti í deildinni á leiktíðinni. Jökull, sem er í láni frá Reading í B-deildinni, þakkaði traustið og hélt hreinu.
Morecambe kom upp úr D-deildinni á síðustu leiktíð og hefur byrjað ágætlega á nýju tímabili, en liðið er með fjögur stig eftir tvo leiki.
Þetta var fyrsti C-deildarleikur Jökuls á ferlinum en á síðasta tímabili lék hann 36 leiki í D-deildinni sem lánsmaður hjá Exeter og Morecambe.
𝙎𝙖𝙛𝙚 𝙝𝙖𝙣𝙙𝙨 from @JokullAndresson in the warm up 🧤🔥#UTS 🦐 | #MORvSHR pic.twitter.com/Q5ycq6Dndf
— Morecambe FC (@ShrimpsOfficial) August 14, 2021