Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal, segir að kaup Chelsea á belgíska framherjanum Romelu Lukaku geri liðið að meistaraefni.
Chelsea greiddi Ítalíumeisturum Inter Mílanó 97,5 milljónir punda fyrir Lukaku og er hann dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.
Lukaku hefur síðustu ár verið einn allra besti framherji heims og Wright er mikill aðdáandi, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.
Chelsea mætir Arsenal á útivelli í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15.30 á morgun og verður leikurinn í beinni útsendingu á Síminn sport og í beinni textalýsingu á mbl.is.