Brasilíski framherjinn Salomón Rondón er genginn til liðs við Everton á frjálsri sölu. Þetta tilkynnti enska félagið á samfélagsmiðlum sínum í kvöld.
Rondón, sem er 31 árs gamall, þekkir vel til á Englandi eftir að hafa leikið með WBA og Newcastle þar í landi.
Þá þekkir hann Rafa Benítez, knattspyrnustjóra liðsins, vel en þeir unnu saman hjá Dalian Professional í Kína og Newcastle á Englandi.
Rondón skrifaði undir tveggja ára samning við Everton með möguleika á árs framlengingu en hann lék síðast með CSKA Moskvu í Rússlandi.