Everton samdi við framherja

Salomon Rondon er genginn til liðs við Everton.
Salomon Rondon er genginn til liðs við Everton. AFP

Brasilíski framherjinn Salomón Rondón er genginn til liðs við Everton á frjálsri sölu. Þetta tilkynnti enska félagið á samfélagsmiðlum sínum í kvöld.

Rondón, sem er 31 árs gamall, þekkir vel til á Englandi eftir að hafa leikið með WBA og Newcastle þar í landi.

Þá þekkir hann Rafa Benítez, knattspyrnustjóra liðsins, vel en þeir unnu saman hjá Dalian Professional í Kína og Newcastle á Englandi.

Rondón skrifaði undir tveggja ára samning við Everton með möguleika á árs framlengingu en hann lék síðast með CSKA Moskvu í Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert